Tímabókanir
551 1225
Frá 10:00-14:00
Undirhaka
Hvers vegna aðgerð á undirhöku?
Til að losna við undirhöku er hægt að fara nokkrar leiðir en ein þeirra er meðal annars fitusog.
Í sumum tilfellum er fitan mjög staðbundin undir hökunni og ef ekki er of mikill teygjanleiki á húðinni getur verið nokkuð einfalt að losna við undirhöku með fitusogi. Í öðrum tilvikum gæti þurft að gera andlitslyftingu í leiðinni.
Undirbúningur
-
Fasta frá miðnætti aðgerðardags.
-
Koma í þægilegum fötum og skóm.
-
Fara í sturtu að morgni aðgerðardags.
-
Hafa einhvern til að sækja sig, því fyrir aðgerð færð þú verkjalyf og róandi sem gerir það að verkum að þú mátt ekki keyra bíl eftir aðgerð.
Hvernig fer aðgerðin fram?
Það er mjög einstaklingsbundið hvað hægt er að gera til að fjarlægja undirhöku. Mikilvægt er að koma í viðtal og skoðun og í kjölfarið er hægt að taka ákvarðanir um framhaldið.
Hentar þetta mér?
Heppilegustu kandídatarnir í fitusog á undirhöku eru þær/þeir sem eru með slétta húð, ekki með fellingum, heldur bara fyrirferðaraukningu og greinilega fitu þarna undir, húðin verður nefnilega að geta strekkst til eftir fitusogið.
Þá er þetta vanalega yngra fólk sem er enn með mikinn teygjanleika í húðinni.
Bataferlið
Bataferlið fer algjörlega eftir því hvort aðgerðin er gerð með fitusogi eða andlitslyftingu.
Sjá upplýsingar undir fitusog og andlitslyftingu.