top of page
Algengar spurningar
Undirbúningur fyrir aðgerð
-
Má taka lyf eins og vanalega?Í eina viku fyrir aðgerð mælum við með því að þú reynir að sleppa því að taka bólgueyðandi lyf á borð við magnyl, hjartamagnyl, asperín, íbúfen, naproxen, voltaren, vóstar o.fl. Þessi lyf þynna blóðið. Í staðinn máttu nota paracetamól og/eða parkódín. Þá skaltu einnig reyna að sleppa því að taka lýsi og omega 3 fitusýrur því það þynnir einnig blóðið.
-
Hvenær get ég farið heim?Ef um staðdeyfingu er að ræða þá ferðu heim að aðgerð lokinni, en ef þú varst í svæfingu/slævingu þá þarftu að dvelja í einhverja stund í vöknunarstofunni hjá okkur. Þú færð svo verkjalyf eftir þörfum þar til þú hefur jafnað þig og getur farið heim. Akstur Mundu að láta einhvern koma að sækja þig. Þú mátt ekki undir neinum kringumstæðum aka bíl beint eftir aðgerð nema þú hafir bara farið í staðdeyfingu, án verkja og deyfilyfja. Áður en þú ferð heim, færðu endurkomutíma og lyfseðil fyrir verkjalyfjum eftir því sem þörf er á.
-
Í hvernig fötum er best að koma?Farðu í góða sturtu kvöldið fyrir aðgerð og aftur að morgni aðgerðardags. Þvoðu þér með mildri sápu en ekki nota snyrtivörur, farða né rakakrem á aðgerðasvæðið. Taktu naglalakk, eyrnalokka, skartgripi og alla pinna af þér. Komdu í þægilegum víðum fatnaði sem auðvelt er að fara í og úr. Við mælum með t.d. renndum peysum og joggingbuxum og þægilegum skóm sem auðvelt er að smeygja sér í og úr.
-
Má reykja fyrir og eftir aðgerð?Ef þú vilt sjá sem mestan árangur af aðgerðinni og flýta fyrir bataferlinu þá áttu að hætta að reykja 6 vikum fyrir aðgerð og reykja svo ekkert í að minnsta kosti í tvo mánuði eftir að aðgerðin fór fram. Reykingar hafa neikvæð áhrif á blóðflæði húðarinnar. Ótal rannsóknir sýna fram á að þau sem reykja hafa 40% hærri sýkingartíðni en þau sem ekki reykja og hærri tíðni á húðdrepi, blóðtappa, lungnabólgu eftir svæfingu ásamt fleiri kvillum.
-
Hvernig undirbý ég mig fyrir svæfingu?Ef aðgerðin er gerð í svæfingu eða slævingu áttu að koma fastandi sem þýðir að þú mátt ekki borða mat eða drekka í 6 klukkustundir fyrir aðgerð. Þó er leyfilegt að drekka vatn þar til fjóra tíma fyrir aðgerð. Þú hittir svæfingalækni áður en aðgerðin fer fram og hann fer yfir heilsufar þitt, lyf sem þú tekur, lyfjaofnæmi, fyrri svæfingar, ógleðisögu, hæð og þyngd ásamt fleiru. Í svæfingu og slævingu eru þér gefin lyf sem hafa mjög sljóvgandi áhrif á taugakerfið (jafnvel þó þú takir ekki alveg eftir því þegar þú vaknar). Af þessum orsökum getur verið áttu ekki að aka bíl í sólarhring eftir aðgerð og því leggjum við mikla áherslu á að þú látir einhvern sækja þig til okkar – og setjist ekkert undir stýri næsta sólarhringinn. Svæfingarlæknirinn sér svo um verkjastillingu eftir aðgerðina.
-
Má ég borða hvað sem er?Það er mjög mikilvægt að nærast vel eftir aðgerð. Borðaðu mat eins og þú ert vön/vanur og reyndu að halda orkunni uppi fyrstu tvo sólarhringana, t.d. með því að neyta ávaxtasafa, orkudrykkja eða annars sem gefur orku. Það skiptir miklu máli að drekka vel af vökva eftir aðgerð þar sem mikið vökvatap fylgir öllum aðgerðum, þó sérstaklega fitusogi og svuntuaðgerðum.
-
Hvað geri ég þegar heim er komið?Þegar þú kemur heim skaltu taka því rólega og forðast mikla áreynslu. Mikil áreynsla getur t.d. verið að halda á þungum hlutum, pokum og töskum, að halla sér fram, líkamsrækt og þessháttar. Mikil áreynsla getur aukið blæðingahættu og jafnvel valdið því að þú verður miklu lengur að ná þér. Mar og bólga verða lengur að hverfa og einnig getur skurðurinn opnast. Þó hvetjum við þig til að hreyfa þig eðlilega, samanber venjulegar athafnir daglegs lífs en hafa alltaf í huga að hlífa aðgerðarsvæðinu. Það er mjög mikilvægt að nærast vel eftir aðgerð. Borðaðu mat eins og þú ert vön/vanur og reyndu að halda orkunni uppi fyrstu tvo sólarhringana, t.d. með því að neyta ávaxtasafa, orkudrykkja eða annars sem gefur orku. Það skiptir miklu máli að drekka vel af vökva eftir aðgerð þar sem mikið vökvatap fylgir öllum aðgerðum, þó sérstaklega fitusogi og svuntuaðgerðum.
-
Hvenær má ég byrja að mála mig?Krem eða aðrar snyrtivörur má ekki nota á aðgerðasvæði fyrstu tíu dagana eftir aðgerð. Ekki vera úti í sól að minnsta kosti fyrstu tvær vikurnar án sterkra sólarvarna, að minnsta kosti 50. Ekki stunda neinar íþróttir, æfingar, hlaup eða skokk eða annað sem þú svitnar við í sex vikur eftir aðgerð. Gefðu líkamanum tíma til að græða sárin.
-
Hvenær má ég fara í sturtu?Yfirleitt er hægt að fara í sturtu um tveimur til þremur dögum eftir aðgerð en sumar aðgerðir, eins og t.d. svuntuaðgerð og brjóstaminnkun, krefjast þess að þú hafir umbúðirnar á þar til þú mætir í endurkomu. Gufuböð, sundferðir og annað í þeim dúr þarf að bíða með þar til 3-4 vikur eru liðar frá aðgerð ef þú ert með sauma sem eyðast sjálfir. Hinsvegar er allt í lagi að fara í sund, bað og gufu eftir að venjulegir saumar hafa verið teknir . Sárið er gróið og skorpan alveg farin af. Þetta á til dæmis við um augnlokaaðgerðir og blettatöku.
-
Hvenær má ég byrja að aftur að vinna?Það er mjög mismunandi hversu langur tími líður þar til þú getur snúið aftur til vinnu. Þetta fer allt eftir umfangi aðgerðar og heilsunni þinni. Eftir brjóstastækkun er algengt að konur geti farið aftur í vinnu eftir 4 til 7 daga, svo lengi sem um skrifstofustörf eða önnur störf sem reyna ekki mikið á líkamann er að ræða. Eftir svuntuaðgerð þarf að lágmarki að bíða í 10 daga, augnlokaaðgerðir 3 til 4 daga og eftir fitusog er hægt að fara aftur í vinnu eftir um tvo daga. Að þessu sögðu viljum við þó taka fram að þetta er nokkuð einstaklingsbundið og verður metið út frá hverjum og einum í endurkomutíma.
-
Fæ ég endurgreiðslu frá Tryggingastofnun?Ef Tryggingarstofnun tekur þátt í aðgerðinni þá greiðir sjúklingur sinn hluta eftir aðgerð. Hluti sjúklings fer eftir því hvaða aðgerð er gerð, hvort hann er með afsláttarkort eða hvort um öryrkja eða ellilífeyrisþega er að ræða. Hvað börn varðar þá þurfa foreldrar eða forráðamenn þeirra að framvísa tilvísun frá heimilislækni til að Tryggingastofnun taki þátt í niðurgreiðslu aðgerðarinnar. Ef um fegrunaraðgerð er að ræða sem Tryggingastofnun tekur ekki þátt í þá þarf að greiða aðgerðina fyrirfram á viðeigandi bankareikning.
Eftir aðgerð
-
Má taka lyf eins og vanalega?Í eina viku fyrir aðgerð mælum við með því að þú reynir að sleppa því að taka bólgueyðandi lyf á borð við magnyl, hjartamagnyl, asperín, íbúfen, naproxen, voltaren, vóstar o.fl. Þessi lyf þynna blóðið. Í staðinn máttu nota paracetamól og/eða parkódín. Þá skaltu einnig reyna að sleppa því að taka lýsi og omega 3 fitusýrur því það þynnir einnig blóðið.
-
Hvenær get ég farið heim?Ef um staðdeyfingu er að ræða þá ferðu heim að aðgerð lokinni, en ef þú varst í svæfingu/slævingu þá þarftu að dvelja í einhverja stund í vöknunarstofunni hjá okkur. Þú færð svo verkjalyf eftir þörfum þar til þú hefur jafnað þig og getur farið heim. Akstur Mundu að láta einhvern koma að sækja þig. Þú mátt ekki undir neinum kringumstæðum aka bíl beint eftir aðgerð nema þú hafir bara farið í staðdeyfingu, án verkja og deyfilyfja. Áður en þú ferð heim, færðu endurkomutíma og lyfseðil fyrir verkjalyfjum eftir því sem þörf er á.
-
Í hvernig fötum er best að koma?Farðu í góða sturtu kvöldið fyrir aðgerð og aftur að morgni aðgerðardags. Þvoðu þér með mildri sápu en ekki nota snyrtivörur, farða né rakakrem á aðgerðasvæðið. Taktu naglalakk, eyrnalokka, skartgripi og alla pinna af þér. Komdu í þægilegum víðum fatnaði sem auðvelt er að fara í og úr. Við mælum með t.d. renndum peysum og joggingbuxum og þægilegum skóm sem auðvelt er að smeygja sér í og úr.
-
Má reykja fyrir og eftir aðgerð?Ef þú vilt sjá sem mestan árangur af aðgerðinni og flýta fyrir bataferlinu þá áttu að hætta að reykja 6 vikum fyrir aðgerð og reykja svo ekkert í að minnsta kosti í tvo mánuði eftir að aðgerðin fór fram. Reykingar hafa neikvæð áhrif á blóðflæði húðarinnar. Ótal rannsóknir sýna fram á að þau sem reykja hafa 40% hærri sýkingartíðni en þau sem ekki reykja og hærri tíðni á húðdrepi, blóðtappa, lungnabólgu eftir svæfingu ásamt fleiri kvillum.
-
Hvernig undirbý ég mig fyrir svæfingu?Ef aðgerðin er gerð í svæfingu eða slævingu áttu að koma fastandi sem þýðir að þú mátt ekki borða mat eða drekka í 6 klukkustundir fyrir aðgerð. Þó er leyfilegt að drekka vatn þar til fjóra tíma fyrir aðgerð. Þú hittir svæfingalækni áður en aðgerðin fer fram og hann fer yfir heilsufar þitt, lyf sem þú tekur, lyfjaofnæmi, fyrri svæfingar, ógleðisögu, hæð og þyngd ásamt fleiru. Í svæfingu og slævingu eru þér gefin lyf sem hafa mjög sljóvgandi áhrif á taugakerfið (jafnvel þó þú takir ekki alveg eftir því þegar þú vaknar). Af þessum orsökum getur verið áttu ekki að aka bíl í sólarhring eftir aðgerð og því leggjum við mikla áherslu á að þú látir einhvern sækja þig til okkar – og setjist ekkert undir stýri næsta sólarhringinn. Svæfingarlæknirinn sér svo um verkjastillingu eftir aðgerðina.
-
Má ég borða hvað sem er?Það er mjög mikilvægt að nærast vel eftir aðgerð. Borðaðu mat eins og þú ert vön/vanur og reyndu að halda orkunni uppi fyrstu tvo sólarhringana, t.d. með því að neyta ávaxtasafa, orkudrykkja eða annars sem gefur orku. Það skiptir miklu máli að drekka vel af vökva eftir aðgerð þar sem mikið vökvatap fylgir öllum aðgerðum, þó sérstaklega fitusogi og svuntuaðgerðum.
-
Hvað geri ég þegar heim er komið?Þegar þú kemur heim skaltu taka því rólega og forðast mikla áreynslu. Mikil áreynsla getur t.d. verið að halda á þungum hlutum, pokum og töskum, að halla sér fram, líkamsrækt og þessháttar. Mikil áreynsla getur aukið blæðingahættu og jafnvel valdið því að þú verður miklu lengur að ná þér. Mar og bólga verða lengur að hverfa og einnig getur skurðurinn opnast. Þó hvetjum við þig til að hreyfa þig eðlilega, samanber venjulegar athafnir daglegs lífs en hafa alltaf í huga að hlífa aðgerðarsvæðinu. Það er mjög mikilvægt að nærast vel eftir aðgerð. Borðaðu mat eins og þú ert vön/vanur og reyndu að halda orkunni uppi fyrstu tvo sólarhringana, t.d. með því að neyta ávaxtasafa, orkudrykkja eða annars sem gefur orku. Það skiptir miklu máli að drekka vel af vökva eftir aðgerð þar sem mikið vökvatap fylgir öllum aðgerðum, þó sérstaklega fitusogi og svuntuaðgerðum.
-
Hvenær má ég byrja að mála mig?Krem eða aðrar snyrtivörur má ekki nota á aðgerðasvæði fyrstu tíu dagana eftir aðgerð. Ekki vera úti í sól að minnsta kosti fyrstu tvær vikurnar án sterkra sólarvarna, að minnsta kosti 50. Ekki stunda neinar íþróttir, æfingar, hlaup eða skokk eða annað sem þú svitnar við í sex vikur eftir aðgerð. Gefðu líkamanum tíma til að græða sárin.
-
Hvenær má ég fara í sturtu?Yfirleitt er hægt að fara í sturtu um tveimur til þremur dögum eftir aðgerð en sumar aðgerðir, eins og t.d. svuntuaðgerð og brjóstaminnkun, krefjast þess að þú hafir umbúðirnar á þar til þú mætir í endurkomu. Gufuböð, sundferðir og annað í þeim dúr þarf að bíða með þar til 3-4 vikur eru liðar frá aðgerð ef þú ert með sauma sem eyðast sjálfir. Hinsvegar er allt í lagi að fara í sund, bað og gufu eftir að venjulegir saumar hafa verið teknir . Sárið er gróið og skorpan alveg farin af. Þetta á til dæmis við um augnlokaaðgerðir og blettatöku.
-
Hvenær má ég byrja að aftur að vinna?Það er mjög mismunandi hversu langur tími líður þar til þú getur snúið aftur til vinnu. Þetta fer allt eftir umfangi aðgerðar og heilsunni þinni. Eftir brjóstastækkun er algengt að konur geti farið aftur í vinnu eftir 4 til 7 daga, svo lengi sem um skrifstofustörf eða önnur störf sem reyna ekki mikið á líkamann er að ræða. Eftir svuntuaðgerð þarf að lágmarki að bíða í 10 daga, augnlokaaðgerðir 3 til 4 daga og eftir fitusog er hægt að fara aftur í vinnu eftir um tvo daga. Að þessu sögðu viljum við þó taka fram að þetta er nokkuð einstaklingsbundið og verður metið út frá hverjum og einum í endurkomutíma.
-
Fæ ég endurgreiðslu frá Tryggingastofnun?Ef Tryggingarstofnun tekur þátt í aðgerðinni þá greiðir sjúklingur sinn hluta eftir aðgerð. Hluti sjúklings fer eftir því hvaða aðgerð er gerð, hvort hann er með afsláttarkort eða hvort um öryrkja eða ellilífeyrisþega er að ræða. Hvað börn varðar þá þurfa foreldrar eða forráðamenn þeirra að framvísa tilvísun frá heimilislækni til að Tryggingastofnun taki þátt í niðurgreiðslu aðgerðarinnar. Ef um fegrunaraðgerð er að ræða sem Tryggingastofnun tekur ekki þátt í þá þarf að greiða aðgerðina fyrirfram á viðeigandi bankareikning.
Ef bráðavandamál koma upp þegar heim er komið, fyrsta sólarhringinn eða svo – hringdu þá í GSM númerið sem þú færð með þér að aðgerð lokinni eða hafðu samband við okkur á skrifstofutíma.
bottom of page