top of page
Blettir_2x.png

Profhilo

Hvað er Profhilo?

Profhilo er háþróuð húðmeðferð sem hefur vakið mikla athygli í fegrunarheiminum. Hún er kjörin meðferð til að auka þéttleika og raka í húðinni og vinna á öldrunarbreytingum eins og fínum línum og slappleika. 

Profhilo er frábær meðferð til að auka raka í andliti og/eða hálsi, sem gefur meiri fyllingu og dregur úr fínum andlitslínum. Einnig er hægt að meðhöndla önnur svæði í líkama með profhilo eins og bringu, handarbök, maga eða hné svæði.

Meðferðin er mjög árangursrík fyrir þá sem vilja bæta raka, styrk og ljóma húðarinnar, og/eða fyrir þá sem finna fyrir þurrki og slappleika í húðinni. Profhilo veitir náttúrulega endurnýjun húðarinnar á öruggan og árangursríkan hátt.

Mælt er með að meðferðin sé gerð í  2 skipti á mánaðar fresti og síðan viðhaldið á 6-12 mánaða fresti. Árgangur meðferðarinnar er einstaklingsbundinn, en flestir sjá áberandi bætingu strax eftir meðferð.

​Hvernig virkar meðferðin?

Profhilo inniheldur hreina hyaluronic sýru (HA), sem er náttúrulegt efni sem finnst í líkamanum og hefur það hlutverk að viðhalda raka og heilbrigði húðarinnar. Einnig örvar nýmyndun kollagens og elastíns, sem stuðlar að aukinni styrk, teygjanleika og ljóma húðarinnar.

 

Notkun profhilo

Profhilo er sprautað í húðina á 5 sérvalda staði á hvorri hlið andlitsins. Meðferðin fer fram í 2 skipti með fjögurra vikna millibili.

Hyaluronic sýran í Profhilo dreifist í húðina og örvar framleiðslu kollagens og elastíns sem veitir húðinni aukinn styrk og teygjanleika og ljóma. Eftir seinni meðferðina verður húðin þéttari, mýkri og með meiri ljóma.

Hámarksárangur kemur fram 2-3 mánuðum eftir seinni meðferðina og helst í 6-12 mánuði. Til að viðhalda árangri er mælt með viðhaldsmeðferð á 6-12 mánaða fresti.

Eftir meðferð

  • Smá hnúðar eða bólga getur myndast þar sem efninu var sprautað í húðina, en þeir hverfa venjulega innan 4-6 klst og að hámarki 24 klst.

  • Flestir geta haldið áfram sínum venjulegu verkefnum daginn eftir meðferðina, þó að það sé ráðlegt að forðast líkamsrækt og áfengi í 24 klst.

  • Möguleg mar frá stungum hverfa á nokkrum dögum.

  • Ekki skal nota farða í 1 klst eftir meðferð og forðast líkamsrækt í 24 klst.

treatment areas prof_edited_edited.jpg
Profhilo_edited.jpg
bottom of page