Skapabarmar
Við erum öll misjafnlega sköpuð og þetta gildir einnig um kynfæri kvenna. Ytri og innri skapabarmar geta verið mjög mismunandi í stærð, formi og lögun.
Hvers vegna aðgerð á skapabörmum?
Við erum öll misjafnlega sköpuð og þetta gildir einnig um kynfæri kvenna.
Ytri og innri skapabarmar geta verið mjög mismunandi í stærð, formi og lögun. Breyting á þeim er oftast gerð ef konum finnst skapabarmar þeirra vera of stórir og valda óþægindum eða hefta þær þannig við kynmök, íþróttaiðkun, hjólreiðar eða annað.
Með skurðaðgerð er hægt að leiðrétta þetta með því að minnka skapabarmana.
Undirbúningur fyrir aðgerð
-
Við mælum með því að þú sleppir því að taka lýsi eða omega 3 fitusýrur í viku fyrir aðgerð. Bólgueyðandi verkjalyfjum skal helst sleppa í a.m.k 5 daga fyrir aðgerð.
-
Koma í þægilegum víðum fötum og skóm sem má smeygja sér í og úr.
-
Fara í sturtu að morgni aðgerðardags.
-
Fáðu einhvern til að sækja þig því fyrir aðgerð færð þú verkjalyf og róandi sem gerir það að verkum að þú mátt ekki keyra bíl eftir aðgerð.
Hvernig fer aðgerðin fram?
Þessa aðgerð er hægt að gera í staðdeyfingu eða svæfingu. Þegar hún er gerð í staðdeyfingu færð þú sterk verkjalyf og kæruleysistöflu. Þegar það er farið að virka þá kemur þú inn í aðgerðina. Aðgerðin tekur 30-60 mínútur. Eftir aðgerðina þá hvíluru þig aðeins hjá okkur áður en þú færð að fara heim.
Bataferlið
-
Eftir aðgerð áttu að taka því rólega – sérstaklega fyrsta sólarhringinn því þá er mest hætta á blæðingu. Búast má við smá blæðingu og sviða í 3-4 daga eftir aðgerðina.
-
Hægt er að nota kælingu til verkjastillingar fyrstu dagana eftir aðgerð. Þá er sett vatn í dömubindi og fryst og þá er það tilbúið til notkunar. Einnig færð þú með þér xylocain deyfigel sem hægt er að bera á aðgerðarsvæðið fyrst á eftir.
-
Passa þarf að skipta oft um nærbuxur eða vera með innlegg svo að það sé alltaf hreint í kringum skurðsárið.
-
Aðgerðarsvæðið bólgnar upp fyrstu 3-4 dagana, eftir það fer bólgan að hjaðna en það tekur nokkrar vikur fyrir alla bólguna að fara.
-
Saumarnir sem notaðir eru eyðast sjálfir á 3-5 vikum og þarf því ekki að fjarlægja.
-
Sýkingar eru sjaldgæfar eftir aðgerð en ef það verða auknir verkir, bólga eða hiti áttu að hafa samband.
-
Þú mátt fara í ræktina um það bil 3 vikum eftir aðgerð.
-
Þú mátt fara í sund, bað og heita potta 3-4 vikum eftir aðgerð, en sárið þarf alveg að vera gróið.
-
Þér er óhætt að hafa samfarir eftir 3-4 vikur.
-
Ör eftir aðgerð á skapabörmum verða venjulega mjög lítið áberandi.
-
Hálfu ári eftir aðgerð áttu að koma í eftirlit en einstaka sinnum er einhver ójafna eða annað sem truflar sem þá er hægt að leiðrétta það með lítilli aðgerð.
-
Venjulega getur kona hafið vinnu eftir 3-5 daga, þá miðað við létta skrifstofuvinnu.