top of page
Fyllingarefni_2x.png

Fyllingarefni

Hvers vegna fyllingarefni?

Fylliefni, til dæmis Juvederm og Restylane hafa marga notkunarmöguleika. Á síðustu árum hafa þau mikið verið notuð til þess að móta og fylla varir en svo er hægt að gera margt fleira. Til dæmis er hægt að nota fylliefni til þess að lyfta hangandi munnvikum, fylla í fínar línur í andliti, laga fellingar og fínar línur sem myndast á milli nefs og munns, minnka bauga undir augum, móta kinnbeinin, laga form nefsins, skerpa á höku- og kjálkalínu, fylla upp í ör og veita húðinni raka/endurnýjun.

Úr hverju eru fyllingarefnin gerð?

Fylliefni eru gerð úr hýalúrónsýru (hyaluronic acid, HA), en það er náttúrlegt efni sem finnst í öllum vefjum líkamans og er meðal annars mikið notað í serum og ýmis rakakrem. Teygjanleiki og fegurð húðarinnar hefur mikið að gera með hýalúransýru en strax eftir tvítugsaldurinn byrjar að draga úr framleiðslu hennar í líkamanum. Hýalúransýra viðheldur vökva og fyllir upp í húðina.

Hýalúransýran sem lýtalæknar nota samanstendur af mjúku kristalgeli sem flæðir auðveldlega inn undir húðina og fær hana til að líta mjúklega og eðlilega út.  Fylliefnin frá Juvederm®️ og Restylane®️  eru meðal annars viðurkennd af bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA).

Hvað endist merðferðin lengi?

Hýalúransýran í fylliefninu brotnar smátt og smátt niður í líkamanum. Hversu lengi hún helst fer eftir tegund fylliefnis, á hvaða svæði það er sett og hversu langan tíma það tekur. Til dæmis brotnar fylliefnið sem notað er í varir hraðar niður en það sem er notað til að móta kinnbeinin. Árangurinn  getur þannig varað frá 6 mánuðum upp í eitt og hálft ár og stundum lengur.

 

Eru einhverjar áhættur?

Stundum myndast roði og bólgur en það er eðlilegt. Stundum myndast mar við stungustaðinn og það er mismunandi eftir fólki hversu lengi það er að hverfa en reikna má með viku til tíu dögum.

Þú mátt ekki taka blóðþynnandi lyf fyrir meðferð og ef þú tekur lýsi eða önnur fæðubótarefni sem innihalda omega3 ráðleggjum við að þú hættir því viku fyrir meðferð þar sem það eykur áhættuna á mari. Bólgueyðandi verkjalyf eins og t.d. Ibufen og aspirin auka einnig hættu á mari.

Hvernig fer aðgerðin fram? 

Fyllingarefninu er sprautað inn í húðina, misdjúpt eftir því hvort slétta á úr hrukkum eða breyta öðru við útlitið.

Til dæmis er efninu sprautað dýpra í húðina ef það á að nota það til að stækka ásýnd vara. Aðgerðin er mjög auðveld og fljótleg. Tekur innan við klukkustund.

Það er mjög misjafnt hvort fólk þarf deyfingu eða ekki. Oft er þó notað deyfigel á varirnar þegar um er að ræða varastækkun.

fylliefni_promo.jpg

Við hverju má búast eftir aðgerð? 

Það er mjög mikilvægt að gera sér ekki upp óraunhæfar væntingar þegar kemur að fyllingarefnum eða öðru sem tengist breytingum á útlitinu.

Grunnar hrukkur geta horfið alveg eftir notkun á fyllingarefnum en dýpri hrukkur grynnka og verða síður sýnilegar.

 

Þegar efninu er bætt í varir ætti árangurinn að vera í samræmi við væntingar þínar þar sem þú ert vakandi á meðan á aðgerðinni stendur og tekur þátt í að móta útlitið.

Ending efnisins er meiri undir hrukkum en í vörum en þú mátt búast við því að áhrifin fari að dvína örlítið eftir um það bil hálft ár.

Bataferlið

Dálítill roði og þroti á meðhöndluðu svæðum er eðlilegur en ætti að vera horfinn á örfáum dögum. Bólgan eftir meðhöndlun á vörum er mest eftir 1-3 daga en fer svo að hjaðna. Það geta verið verkir í þessu eftir á, þá ættu væg verkjalyf t.d. paracetamol að taka þá.

Ef deyfing hefur verið notuð fjarar hún út á tveim til fimm klukkustundum.

bottom of page