top of page
Fitusog_2x.png

Fitusog

Fitusog er ekki megrunaraðgerð en hægt er að leiðrétta staðbundna óheppilega fitudreifingu með fitusogi.

Hvers vegna fitusog?

Fitusogi er einkum beytt ef fólk á í vandræðum með fitusöfnum á ákveðnum svæðum á líkamanum. Algeng svæði eru til dæmis; framan á kvið, mjaðmir, haka, innanverð læri, hné og upphandleggir.

Við leggjum áherslu á að fitusog er aldrei megrunaraðgerð en það er hægt að leiðrétta staðbundna óheppilega fitudreyfingu.

Bæði karlmenn og konur nýta sér þessa aðgerð.

Undirbúningur fyrir aðgerð

  • Fasta frá miðnætti aðgerðardags.
     

  • Koma í þægilegum fötum og skóm.
     

  • Fara í sturtu að morgni aðgerðardags.
     

  • Fáðu einhvern til að sækja þig, því fyrir aðgerð færð þú verkjalyf og róandi sem gerir það að verkum að þú mátt ekki keyra bíl.

 

Hvernig fer aðgerðin fram?

Minniháttar fitusog er hægt að gera með staðdeyfingu, en umfangsmeiri aðgerðir eru gerðar í svæfingu. Fyrir aðgerð er aðgerðasvæðið merkt og ljósmyndir teknar til að fá samanburð við árangurinn seinna.

Til að minnka blæðingahættu er deyfingarefni ásamt adrenalíni sprautað í aðgerðarsvæðið til að draga æðar saman og minnka þannig blæðingarhættuna.

Fitusog er gert í gegnum einn eða fleiri 5mm skurði á lítið áberandi stöðum nálægt skurðsvæðinu.  Saumana þarf að fjarlæga eftir um það bil viku.

Bataferlið

Verkir eftir fitusog eru oftast ekki miklir en þörf er á verkjalyfjum í 1-2 daga eftir aðgerð.

Til að minnka bólgu og flýta fyrir gróanda áttu að nota þéttan stuðningsfatnað sem þú þarft að kaupa í apóteki eða sérverslun fyrir aðgerðina.

Þennan fatnað á síðan að nota samfellt  að nóttu sem degi í fjórar vikur.

Þú mátt fara í sturtu eftir tvo daga og saumar verða teknir eftir um það bil eina viku.

Sund og heita potta má stunda eftir saumatöku.

Þá er alltaf nokkur hætta á ójöfnu á eftir aðgerðina, sérstaklega ef mikil fita er fjarlægð.  Þetta er oftast hægt að lagfæra með smá aðgerð að hálfu ári liðnu.

bottom of page