top of page
Brjóstalyfting_2x.png

Brjóstalyfting

Út til hliðanna, þar sem örið endar, myndast stundum smá húðfelling. Þetta jafnar sig oftast, en þarf einstaka sinnum  að lagfæra eftir á með smá aðgerð í  staðdeyfingu. Þetta skoðum við hálfu ári eftir aðgerð.

Hvers vegna brjóstalyfting?

Við erum öll misjafnlega sköpuð og þetta gildir einnig um brjóst kvenna.

 

Brjóstin geta verið mjög mismunandi í stærð, formi og lögun. Þessi aðgerð er oft gerð samfara brjóstastækkun eða brjóstaminnkun.

Algengar spurningar

Algengar spurningar fyrir þessa aðgerð snúast yfirleitt um ör, tilfinningu í brjóstum og brjóstagjöf.

  • Við brjóstaminnkun myndast alltaf ör i kringum geirvörturnar, niður frá geirvörtu og undir brjóstin en það tekur örið hálft til eitt ár að verða mjúkt og ljóst.
     

  • Tilfinningin í geirvörtu getur minnkað eftir aðgerðina.
     

  • Þessi aðgerð hefur ekki mikil áhrif á brjóstagjöf.
     

Í stuttu máli: Brjóstalyfting er mjög svipuð aðgerð og brjóstaminnkun. Munurinn er sá að það er ekki fjarlægður kirtilvefur frá brjóstinu, aðeins húð.  Því verður venjulega ekki breyting á mjólkunareiginleikum.

 

Undirbúningur fyrir aðgerð

Við mælum með því að sleppa lýsi og/eða omega 3 fitusýrur í viku fyrir aðgerð.


Bólgueyðandi verkjalyfjumskal sleppa í a.m.k 5 daga fyrir aðgerð, því þessi lyf eru blóðþynnandi.

Fasta frá miðnætti aðgerðardags.

Farðu í sturtu að morgni aðgerðardags en slepptu rakakremum á líkamann á eftir.

Komdu í þægilegum fötum og skóm sem auðvelt er að smeygja sér í og úr.

Fáðu einhvern til að sækja þig og fylgja þér heim eftir aðgerð því verkjalyfin hafa áhrif á akstursgetu.

 

Hvernig fer aðgerðin fram?

Lýtalæknirinn teikar á brjóstin til að kortleggja aðgerðina, hann tekur svo ljósmyndir til að bera saman við árangur aðgerðarinnar seinna meir.


Aðgerðin er gerð í svæfingu og tekur um tvo klukkutíma. Auka húð er tekin og brjóstinu lyft upp, þá er geirvarta færð upp í eðlilega hæð.

Þegar þú vaknar máttu búast við vægum óþægindum en ekki miklum verkjum.

Þú færð verkjalyf hjá okkur og þegar þú ert orðin vel vakandi færð þú að fara heim. Sá eða sú sem sækir þig þarf að koma upp og fylgja þér út í bíl. Verkjalyf eru sett í gáttina sem þú getur tekið með þér á leiðinni heim.

 

Bataferlið

Þegar heim er komið þá þarftu að taka þvi rólega og ekki lyfta þungu. Mikil áreynsla eykur hættu á blæðingu en mesta hættan á henni er fyrstu 6-12 klst eftir aðgerð. Ef brjóstið bólgnar skyndilega upp eftir að heim er komið áttu að hafa samband strax.

Endurkoman er eftir eina viku og þá tökum við umbúðir af, þær eru óhreyfðar þar til. Eftir það máttu fara í sturtu. Forðast skal þó að þurrka fast yfir aðgerðarsvæðið.

Sund, heitir pottar, bað og gufa eru í lagi eftir 3-4 vikur svo framalega sem öll sár eru gróin. Næstu endurkomur eru svo eftir 2-3 vikur og svo eftir 6 mánuði.

Þú mátt fara í ræktina eftir 3 vikur.

Flestar eru komnar til vinnu eftir 2-3 vikur.

Fyrstu vikurnar er brjóstið svolítið bólgið og hart en það lagast að mestu á nokkrum vikum. Það tekur þó lengri tíma að losna við alla bólgu.

Til að ná sem bestum árangri eftir aðgerðina áttu að nota stuðnings brjósthaldara í að minnsta kosti þrjár vikur, bæði dag og nótt.

Gott er að nota brúna bréfplástra (3M) eftir að umbúðir hafa verið fjarlægðar.

Mesta hættan á sýkingu er á fyrstu 1-2 vikunum. Ef brjóstið verður skyndilega aumt, roði myndast í kringum skurðinn, líkamshiti fer yfir 38.5 eða bólga eykst, áttu að hafa samband.

Sjaldgæf aukaverkun af svona langri svæfingu er blóðtappi og lungnabólga. Gott er að koma í stuðningssokkum í aðgerðina, gera fótapumpuæfingar á vöknun og þegar heim er komið. Byrja svo á vöknun að gera öndunaræfingar.

bottom of page