top of page
Botox_2x.png

Botox

Hvað er botox?

Bótox inniheldur Botulin toxin A sem er efni sem blokkerar taugaboð til vöðvanna svo þeir dragast ekki saman en um leið verður húðin yfir svæðinu slétt.

Hvernig virkar meðferðin?

Læknir sprautar botox efninu í litlu magni i í hrukkurnar sem þú vilt losna við. Það er gjarna notað í hrukkur í enni, milli augabrúna, og í fínu broshrukkurnar í kringum augu, svokölluð krákuspor. Margir halda að botox sé notað í varir en það er alrangt.

Er Botox notað í örðum tilgangi?

Já, Botox efnið hefur nokkuð fjölbreytta möguleika. Það hefur m.a. verið notað til að lama svitakirtla, slaka á ofvirkni í þvagblöðru og til að slaka á ósjálfráðum krampaviðbrögðum í líkamanum. Botox hefur einnig verið notað við mígreni.

Hvernig fer meðferðin fram?

Meðferðin er mjög einföld og fer fram á stofu.

Til verkjastillingar er gott er að taka paracetamol áður en þú kemur.

Til að minnka mar á stungustað er gott að sleppa bólgueyðandi verkjalyfjum og lýsi viku fyrir. Meðferðin tekur aðeins um 10-20 mínútur og þú getur farið heim beint á eftir.

 

Hvenær sé ég árangurinn?

Flestir sjá áberandi mun frá þremur dögum og upp í tvær vikur eftir meðferð. Meðferðin endist svo í fjóra til sex mánuði en þá þarf að koma aftur.

 

Eftir meðferð 

Forðastu að leggjast niður næstu tvær klukkustundir eftir meðferðina. Ekki bogra fram eða reyna á þig. Þú færð rauða bletti á ennið strax eftir meðferðina en þeir hjaðna á sirka klukkutíma og þá er hægt að bera farða yfir.

Þú getur farið í líkamsrækt eða til vinnu næsta dag.

Hér má lesa meira á heimasíðu Botox cosmetics.

bottom of page