top of page
Augnlokaaðgerð_2x.png

Augnlokaaðgerð

Hvers vegna augnlokaaðgerð?

Öldrunaráhrif líkamans byrja oft á auglokunum. Þau verða þung og bólgin. Fyrst er það mest á morgnanna en með árunum verður það meiri part dags og að lokum myndast hrukkur.

Á efri augnlokum má sjá aukahúð eða húðfellingar og í einstaka tilfellum getur húðin náð fram yfir augnlokin eins og gardína og byrgt fyrir sjón, sérstaklega til hliðanna. Stundum sést fyrirferðaraukning bak við augnlokin en þá er fitulag skriðið fram undir húðina.

Undirbúningur fyrir aðgerð

Við mælum með því að þú sleppir því að taka lýsi eða omega 3 fitusýrur í viku fyrir aðgerð. Bólgueyðandi verkjalyfjum skal helst sleppa í a.m.k 5 daga fyrir aðgerð.

Koma í þægilegum víðum fötum og skóm sem auðvelt er að smeygja sér í og úr.

Fara í sturtu að morgni aðgerðardags og slepptu kremi og öllum farða í kring um augun.

Fáðu einhvern til að sækja þig því fyrir aðgerð færð þú verkjalyf og róandi sem gerir það að verkum að þú mátt ekki keyra bíl eftir aðgerð.

 

Hvernig fer aðgerðin fram?

Mismundandi er hvort þurfi að gera aðgerð á bæði efri og neðri augnlokum eða einungis efri. Þessar aðgerðir eru yfirleitt gerðar í staðdeyfingu en sumir skjólstæðingar kjósa að láta svæfa sig fyrir þessa aðgerð og láta jafnvel gera aðra fegrunar- eða lýtaaðgerð um leið.

Þegar aðgerðin er gerð í staðdeyfingu eru gefin eru sterk verkjalyf ásamt kæruleysislyfi fyrir aðgerð. Þegar þau hafa náð góðri virkni þá er staðdeyft og svo er aðgerðin gerð.

Í aðgerðinni er skorið sirka 6-7 millimetra frá eftri augnhárum, samsíða hrukkulínum þannig örið sjáist sem minnst en þar er auka húð og fita fjarlægð þannig verulegur léttir verður á augnlokunum. Á neðri augnlokum er örfínn skurður lagður rétt fyrir neðan neðri augnhárin og þar er einnig tekin auka húð og fita.

 

Eftir aðgerð

Eftir aðgerðina liggur þú í hvíldarrými hjá okkur í u.þ.b. eina klukkustund með kalda bakstra á augunum til að draga úr bólgumyndun. Þú gætir fengið smá verki þegar deyfingin fer úr.

Gott er að sá eða sú sem sækir þig komi alla leið upp og fylgi þér út í bíl.

Bataferlið

 • Verkjalyf eru send í gáttina áður en þú ferð frá okkur sem hægt verður að sækja á leiðinni heim.
   

 • Þegar heim er komið ættir þú að nota kalda bakstra til að minnka bólgur þar til saumarnir verða teknir. Þú setur þær á í 10-15 mínútur sirka 4-6 á dag.
   

 • Saumarnir eru teknir eftir eina viku. Mikilvægt er að taka því mjög rólega þá viku, sérstaklega fyrstu tvo dagana.
   

 • Passa þarf vel að beygja sig ekki fram. Hafa hálegu undir höfði og sofa með 2-3 kodda fyrstu 2-3 dagana. Það minnkar bjúg og mar til muna.
   

 • Nota gevitár oft á dag, passa að halda góðum raka í augunum. Augnlinsur máttu ekki nota i 7-10 daga eftir aðgerð.
   

 • Ekki nota krem eða andlitsfarða í 7-10 daga eftir aðgerð. Gott að miða við að þegar skorpan er dottin af, sem er að öllu jafna nokkrum dögum eftir saumatöku, þá má farða yfir svæðið.
   

 • Marið og mesta bólgan hverfa á sirka 10 dögum. Venjulega getur fólk hafið vinnu 7-10 dögum eftir aðgerð.

bottom of page