top of page
Andlitslyfting_2x.png

Andlitslyfting

Áreynsla eykur blæðingarhættu og veldur því að þú verður mikið lengur að ná þér.

 

Mar og bólga verða lengur að hverfa og einnig getur skurðurinn opnast.

Hvers vegna andlitslyfting?

Með aldrinum missir húðin teygjanleika sinn, undirhúðin og fitan undir húðinni breytist þannig að húðin verður slöpp. Hrukkur myndast og andlitið ásamt öðrum líkamshlutum eldist. Þar sem bandvefslag undir húð kringum augu og í andliti er mjög laust, verður þetta áberandi á þessum stöðum. Reykingar og sól hafa mikil og neikvæð áhrif á þetta ferli.

Andlitslyfting er stór aðgerð, sem strekkir á húð og undirhúð andlits og háls sem verður til þess að húðin verður sléttari og minna um hrukkur. Athugið að ennislyfting og augnloka aðgerðir eru sér aðgerðir og ekki er fjallað um þær hér.

Undirbúningur fyrir aðgerð

Fastaðu frá miðnætti fyrir aðgerðardaginn. 

Við mælum með að sleppa lýsi og omega 3 fitusýrum í viku fyrir aðgerð. Einnig að sleppa bólgueyðandi verkjalyfjum í a.m.k 5 daga fyrir aðgerð en þessi lyf eru blóðþynnandi.

Koma í þægilegum fötum, bol með víðu hálsmáli og skó sem auðvelt að smeygja sér í og úr því þú mátt ekki bogra eftir aðgerðina. 

Farðu í sturtu um morguninn, sleppa kremi og farða.

Fáðu einhvern til að sækja þig eftir því aðgerðin er gerð í svæfingu og þú mátt ekki keyra í sólarhring á eftir. 

Reykingar minnka mjög blóðflæði til húðarinnar. Því er mikilvægt að hætta að reykja, minnst 6 vikum fyrir aðgerð. Annars eykst hættan á sýkingu og drepi í húðinni.

 

Hvernig fer aðgerðin fram?

Aðgerðin er gerð á stofu, með svæfingu og tekur 3-4 klukkustundir. Eftir aðgerðina eru lagðar á þrýstingsumbúðir sem teknar eru af í endurkomu.

 

Bataferlið

Þegar heim er komið skaltu taka því rólega, þú mátt ekki reyna á þig.

Áreynsla eykur blæðingarhættu og veldur því að þú verður mikið lengur að ná þér. Mar og bólga verða lengur að hverfa og einnig getur skurðurinn opnast.

  • Ekki beygja þig fram til t.d. að klæða þig í skó.
     

  • Ekki lyfta þungu.
     

  • Hafðu hátt undir höfðinu þegar þú liggur. Fyrstu 2-3 næturnar er gott að sofa með 2 kodda undir höfðinu.
     

  • Liggðu með kalda bakstra á andlitinu og notaðu þá nokkrum sinnum yfir daginn.

 

Vegna þess að bandvefur húðar í andliti er svo mjúkur, bólgnar andlitið töluvert upp. Ef bólgan kemur skyndilega er hugsanlega blæðing undir húðinni sem þarf að stoppa. Það þarf því einstaka sinnum að opna aftur, fjarlægja blóðköggul og stöðva blæðinguna.

Ef þetta gerist, er það á fyrstu 6-12 klst. eftir aðgerð. Ef þú ert komin heim þá hefur þú samband við okkur.

Endurkoma er eftir eina viku og þá eru umbúðir teknar. Saumar eru svo teknir eftir 1 og 2 vikur. Eftir að umbúðir hafa verið teknar þá mátt þú fara í sturtu en láttu rólega vatnsbunu skola andlitið.

Eftir sturtuna þá þarf að passa að þurrka ekki andlitið með handklæði heldur aðeins að þerra það laust.

Þú skalt forðast heita potta, bað, sund og gufu í 3-4 vikur eða þegar öll sár eru gróin.

Þú mátt fara í ræktina eftir þrjár vikur. 

Flestir eru svo mættir í vinnu eftir 3 vikur (miðað við skrifstofuvinnu).

Sjaldgjæfar aukaverkanir eftir svona langa svæfingu eru blóðtappi og lungnabólga.

Svo er mikilvægt að vera dugleg/ur að gera fótpumpuæfingar og öndurnaræfingar eftir aðgerð.

bottom of page