Tímabókanir
551 1225
Frá 10:00-14:00
Brjóstastækkun
Vert er að taka fram að Ágúst lýtalæknir hefur aldrei notað PIPP púða. Hann hefur notað púða frá medor frá árinu 2008. Þetta eru mest rannsökuðustu púðar í heiminum og hafa reyst mjög vel. Það eru 1 á móti 80.000 sem fá krabbamein út frá þessum púðum. Sem er afar sjaldgæft.
HVERS VEGNA BRJÓSTASTÆKKUN?
Brjóstastækkun er ein algengasta aðgerðin sem fegrunarlæknar framkvæma hér á landi en frá því árið 1963 hafa silikon- og saltvatnspúðar verið á markaðnum til brjóstastækkunar. Hægt er að leggja púðana gegnum skurð undir brjóstið, í geirvörtu eða í handarkrika.
Venjulega eru púðarnir lagðir í gegnum skurð undir brjóstinu (ca 4 cm) þar sem við hinar aðferðirnar er meiri hætta á aukaverkunum. Púðana er hægt að leggja ofan á eða undir brjóstvöðvann en læknir metur hvað hentar þér best.
Oftast eru púðarnir lagðir undir vöðvann en með því minnkar hættan á aukaverkunum eins og herpingu (kapsúlumyndun). Í viðtali fyrir aðgerð er farið yfir hvaða púðar henta best.
UNDIRBÚNINGUR FYRIR AÐGERÐ
Við mælum með því að þú sleppir því að taka lýsi eða omega 3 fitusýrur í viku fyrir aðgerð. Bólgueyðandi verkjalyfjum skal sleppa í a.m.k 5 daga fyrir aðgerð því þessi lyf eru blóðþynnandi.
Fasta frá miðnætti aðgerðardags.
Fara í sturtu að morgni aðgerðardags. Sleppa alveg að bera rakakrem á líkamann.
Koma í þægilegum fötum og skóm. Mæta með íþróttatopp sem þú ferð í eftir aðgerðina.
Hafa einhvern til að sækja sig, því aðgerðin er gerð í svæfingu og þú mátt ekki keyra bíl eftir hana.
Hvernig fer aðgerðin fram?
Fyrir aðgerð hittir þú Ágúst og hann skipuleggur aðgerðina og fer yfir hana með þér.
Aðgerðin er gerð í svæfingu og tekur um eina klukkustund. Eftir aðgerðina ferð þú á vöknun og jafnar þig eftir svæfinguna. Þú getur vaknað upp með þrýstingstilfinningu yfir brjóstinu sem er alveg eðlilegt. Þú færð verkjalyf eftir þörfum.
Bataferlið
-
Þegar þú hefur jafnað þig hjá okkur þá getur þú látið sækja þig.
-
Þegar heim er komið þá tekur þú því rólega fyrstu dagana. Mátt ekki reyna á þig eða lyfta þungu.
-
Þú færð lyfseðil sendan í gáttina fyrir verkjalyfjum sem þú tekur eftir þörfum.
-
Þú mátt fara í sturtu 2 dögum eftir aðgerð, þá tekur þú hvíta plásturinn af. Brúni plásturinn sem er undir skaltu hafa í 7-10 daga eða eins lengi og hann tollir.
-
Ekki fara í sund, heitan pott eða bað fyrr en eftir 3-4 vikur eða þegar sár er að öllu leiti gróið og skorpan af sári dottinn af.
-
Þú mátt fara í ræktina eftir 3-4 vikur en ekki reyna á brjóstvöðvana fyrr en eftir 3 mánuði.
-
Flestar eru komnar til vinnu eftir 4-7 daga, þá miðað við skrifstofu vinnu.
Til þess að örin grói sem allra best áttu að halda þeim saman með límbandsplástri (Micropore -brúnt frá 3M) í um það bil 3-6 mánuði. Gott að verja það fyrir sól fyrstu 6-12 mánuðina eða þar til örið er orðið hvítt.
Blæðingarhætta er mest á fyrstu 6-12 klst eftir aðgerð. Ef brjóstið bólgnar allt í einu upp áttu að hafa samband við okkur. Eins og við allar aðgerðir er alltaf einhver hætta á sýkingu – oftast í 1-2 vikur eftir aðgerð.
Ef þú færð hita yfir 38,5, roða og bólgu í kringum skurðinn eða aukna verki áttu að hafa samband.